Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir eigindlegar aðferðir, sem notaðar eru til að safna gögnum um einstaklinga og skipulagsheildir og greina. Nemendur munu fá þjálfun í skilgreina vandamál og semja rannsóknarspurningu. Þá munu nemendur skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og greina frá niðurstöðum skriflega. Nemendur munu kynnast veikum og sterkum hliðum mismunandi aðferða innan eigindlegra rannsóknar aðferða þannig að þeir geti valið þá aðferð, sem best hentar til að leysa tiltekið vandamál. Megin áherslan er þó á viðtalsrannsókn sem unnin er í anda gundaðrar kenningar.

 

Hæfniviðmið námskeiðs lýsa því hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eigi að lágmarki að hafa að námskeiði loknu. Markmið þessa námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í notkun eigindlegra rannsóknaraðferða í gagnaöflun hvort sem er í fræðilegum eða hagnýtum tilgangi.

  • Eftir námskeiðið þekki nemendur hugmyndafræði eigindlegra rannsóknar aðferða og geti metið hvenær þær eiga við.
  • Eftir námskeiðið hafi nemendur færni til þess að skilgreina eigindlega viðtals rannsókn.
  • Eftir námskeiðið geti nemandinn framkvæmt eigindlega rannsókn, safnað gögnum, greint þau og birt niðustöður skriflega með sterkri vísun í gögn.
  • Eftir námskeiðið geti nemandinn gert grein fyrir þeirri aðferð sem viðhöfð var við gagnaöflun og greiningu auk þess að gera grein fyrir gæðum og annmörkum gagna og greiningar.