Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.
Hæfniviðmið:
Að námskeiði loknu skal nemandi:
- Kunna skil á algengum birtingarmyndum fötlunar og fatlaðs fólks í sögulegu og menningarlegu samhengi og geta gert grein fyrir þeim bæði munnlega og skriflega,
- hafa þekkingu á því hvernig listir og (dægur)menning eiga þátt í að skapa, viðhalda og ögra viðteknum hugmyndum og staðalmyndum um fötlun og fatlað fólk,
- geta greint og rökrætt birtingarmyndir fötlunar og ímyndir fatlaðs fólks í (dægur)menningu og listum út frá fræðilegum sjónarhornum fötlunarfræðinnar,
- hafa færni til að greina birtingarmyndir fötlunar og fatlaðs fólks í opinberum miðlum,
- geta tengt atburði líðandi stundar við menningarlegar hugmyndir um fötlun og fatlað fólk,
- hafa tamið sér í skrifum sínum og munnlegum flutningi verkefna að sýna fötluðu fólki, aðstandendum þess, fag og fræðafólki virðingu.
- Teacher: Eva Þórdís Ebenezersdóttir
- Teacher: Hanna Björg Sigurjónsdóttir
- Teacher: Grettir Sigurjónsson
- Teacher: Guðrún Steinþórsdóttir