Fjallað verður um skráningarreglur, lýsigagnastaðla og skráningarsnið. Einnig verður fjallað um alþjóðlega skráningarsamvinnu og samvinnu innanlands við skráningu í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Kynntar verða helstu nýjungar  á sviði skráningar í alþjóðlegu samhengi.

Markmið: 

Að nemendur öðlist skilning á mikilvægi þess að skrá þekkingu og upplýsingar, jafnt útgefnar sem frumheimildir í lýðræðisríki. 

Að þeir læri um og skilji mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um gerð skráningarreglna og staðla. 

Að þeir læri um og kynnist samvinnu við skráningu heimilda hér á landi m.a. í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. 

Að þeir kynnist og séu færir um að beita alþjóðlegum skráningarreglum svo sem RDA (Resource Desription and Access) og AACR2 (ensk-amerísku skráningarreglunum), alþjóðlegum stöðlum, m.a. ISBD stöðlunum og ISO stöðlum, og lýsigagnasniðum á borð við marksnið (MARC formats) við skráningu og kóðun atriða í skráningarfærslum bókasafnskerfa

Að þeir kynnist sögu skráningar, hugmyndafræði og fræðilegu baklandi bókfræðilegrar skráningar, s.s. hugtakalíkönum s.s. FRBR og FRAD