Í námskeiðinu verður farið yfir helstu kenningar um skipulagsheildir og atferli innan þeirra. Áherslan er á skipulag frá ólíkum sjónarhornum. Kenningarnar verða ræddar og styrkleikar þeirra og veikleikar dregnir fram í umræðum og verkefnum. Fyrir hvern tíma verða settar fram spurningar sem ræddar verða í tímanum en námskeiðið er allt á umræðu formi. Það er trú okkar að besta leiðin til að tileinka sér gagnrýnin fræðilegan hugsunarhátt sé að nemendur lesi og metið efnið á sjálfstæðan hátt. Af þeirri ástæðu liggur ekki eiginleg kennslubók til grundvallar í námskeiðinu heldur eingöngu fræðilegargreinar með stuttum inngangi frá kennurum. Til stuðnings við lestur og verkefnavinnu mæla kennarar með eftirfarandi bókum um lestur fræðilegra greina og ritun fræðilegrayfirlita.

Jesson, J.K., Matheson, L. og Lacey, F. M. (2011). Doing Your Literature Review Traditional and Systematic Techniques. London, Thousand Oaks, New Delhi: Sage Publications Ltd.

Shon, P.C.H (2012) How to Read Jounal Articles in the Social Sciences – A very Practival Guide for Students. Oaks, New Delhi: Sage Publications Ltd.

Það er reynsla okkar að fyrstu vikur námskeiðsins eiga nemendur erfitt með að halda yfirsýn yfir námsefnið og lestur fræðigreina reynist þungur. Þetta breytist þó þegar líður á önnina þegar nemendur hafa þjálfast í tungutaki og framsetningu fræðigreinanna. Það getur því verið gott að vera búin að kynna sér þessar bækur um hvernig best er að nálgast lestur fræðigreina áður en námskeiðið hefst. Kennara munu ekki fara yfir efni þessarar bóka í námskeiðinu.