Fréttir

Einkunnabók námskeiðs í Moodle – vefmálstofa (webinar)

 
Picture of Kristbjörg Olsen
Einkunnabók námskeiðs í Moodle – vefmálstofa (webinar)
by Kristbjörg Olsen - þriðjudagur, 5 desember 2017, 3:46 eh
 

Skráning fer fram á vef Kennslumiðstöðvar.

Hvar: Fjarfundur, skráðir þátttakendur fá senda slóð um 15 mínútum fyrir útsendingu
Hvenær: Miðvikudaginn 6. des. 2017, kl. 13-14.
Kennarar: Kristbjörg Olsen og Anna Kristín Halldórsdóttir, verkefnastjórar hjá Kennslumiðstöð HÍ

Lýsing
Einkunnabókin í Moodle býður upp á fjölbreytta möguleika og getur þess vegna virkað flókin við fyrstu sýn. Á málstofunni verður lögð áhersla á að sýna einfalda og dæmigerða notkun einkunnabókarinnar. Málstofan er sérstaklega ætluð þeim kennurum sem nú þegar nota Moodle en getur líka gagnast þeim sem hafa hug á að nota kerfið í nánustu framtíð.
Þátttakendur geta tekið þátt óháð staðsetningu, við mælum með að nýta heyrnartól með hljóðnema, það er þó ekki skilyrði.

Á málstofunni verður farið í:

  • Skráningu á vægi verkefna og prófa
  • Skráningu einkunna – í verkefni og í einkunnabók
  • Tilgang flokka í einkunnabókinni
  • Muninn á notkun stiga og einkunnaskala
  • Hvernig einkunnir eru faldar á meðan einkunnagjöf fer fram
  • Þekkta pitti sem kennarar falla stundum í

Hæfniviðmið: 
Að málstofu lokinni geta þátttakendur notað einkunnabók námskeiðs í Moodle.

Leiðbeiningar um einkunnabók Moodle má finna hér: http://moodlehjalp.reykjavik.is/kennarar/uppsetning-a-einkunnabok/