Stofna nýjan kennsluvef í Moodle
Kennari getur sjálfur stofnað Moodle kennsluvef fyrir námskeið. Það er gert í Uglu.
Moodle kennsluvefur stofnaður
- Opnið Uglu (ugla.hi.is)
- Finnið reitinn sem sýnir námskeið á forsíðunni (sjá mynd)
- Smellið á táknið allar aðgerðir aftan við námskeiðið (sjá mynd).
Ef táknið sést ekki aftan við námskeið, opnið þá á námskeiðið sjálft og farið í allar aðgerðir á kennsluvef námskeiðsins (hægra megin). - Smellið á stofna Moodle vef fyrir námskeið.
- Smellið á græna hnappinn búa til Moodle vef fyrir námskeið.
Ugla og Moodle tengjast á klukkustundarfresti. Það getur því liðið allt upp í ein klukkustund áður en kennsluvefur verður til í Moodle.
Athugið að kennsluvefur í Moodle er ósýnilegur nemendum í fyrstu. Sjá Hvernig er Moodle-kennsluvefur gerður sýnilegur nemendum?
Aftan við námskeið á forsíðu Uglu birtist Moodle-merki sem leiðir notandann á kennsluvef námskeiðs í Moodle. Auk þess verður til tengill á Moodle-vef námskeiðs efst á kennsluvef námskeiðs í Uglu.
Last modified: mánudagur, 18 júní 2018, 1:30 eh